***English version below***.

m1bAlveg frá því ég var lítil stelpa hefur mér þótt gaman að útbúa eitthvað með höndunum, hvort sem það var að hekla, prjóna, sauma, tálga, perla eða gert úr leir. Drullumallið stóð alltaf fyrir sínu þó svo að mamma hafi kannski ekki alltaf hoppað hæð sína í loftinu af kæti þegar hveitið hvarf á dularfullan hátt úr eldhússkápunum til að hjálpa til við meistarabaksturinn úti í garði sem var síðan skreyttur með margskonar steinum og blómum.

Þegar við búum á jafn fallegu landi og Íslandi er ekki erfitt að gleyma sér í fegurðinni í náttúrunni. Móðuramma mín sagði eitt sinn við mig að ég mætti aldrei hætta að sjá fegurðina í heiminum, en á sumrin færði ég henni nánast daglega blómvönd úr fíflum, grasi og arfa, vandlega raðað saman og alltaf setti hún blómvöndinn í glas eða vasa á mitt stofuborðið. Lítill verknaður af hennar hálfu, en fékk mig til að líða eins og ég væri að færa henni gull og gimsteina. Enn þann dag í dag er ég henni þakklát, því ég er ennþá þeim forréttindum gædd að sjá fegurðina í arfanum í bakgarðinum.

m2cKannski finnst ykkur skrítið að ég sé að tala svona mikið um arfa, en hann einmitt veitti mér
innblástur í hálsmen sem ég útbý, nánar tiltekið merkjamenin. Arfi er nefnilega óreglulegur og fer út um allt, blómstrar hér og þar og er með sægræn lauf inn á milli. Sem er svipað eins og merkjamenin, margskonar útskorið plexígler í bland við mismunandi glitrandi skrautsteina með grófri keðju mitt á milli. Andstæður sem hrópa á hvor aðra sem gerir gullfallega heild.

m5aSíðan skemmir ekki fyrir þegar maður finnur aukið notagildi fyrir fallegt hálsmen. Með því að útbúa lítið millistykki með tveimur stórum krækjum er hægt að festa aðgangskort við hálsmenið. Sjálf vann ég lengi á vinnustað þar sem þurfti að vera með aðgangskort og fannst agalega leiðinlegt að þurfa að vera með breitt band um hálsinn fyrir kortið. Fyrir mér er þetta því frábær lausn. Hlutirnir þurfa ekkert alltaf að vera flóknir til að vera frábærir.

***

m5cEver since I was a little girl, I have loved creating something with my hands, whether it’s knitting, crocheting, sewing, carving, making jewelry with beads or clay. I even loved making mud-pies, though my mother didn’t appreciate it as much, especially when the flour mysteriously vanished from the kitchen to help the master baker outside with her pies, decorated with all kinds of pebbles and flowers.
When we live in a country as beautiful as Iceland it is hard not to loose yourself in the mesmerizing beauty of nature. My maternal grandmother once told me to be careful never to miss out on the beauty of the world. During summer I used to bring her a bouquet of flowers almost every day, made from the dandelions, grass and weeds I found outside. She always put the bouquets I brought her in a vase and on display. A small gesture on her behalf, but I always felt like I was bringing her something very precious. Today I am thankful for her, for teaching me to see beauty in things, even the weeds growing in the backyard. Maybe you think it is strange, me going on and on about weeds, but it recently inspired me to make a new type of necklace, the Sign necklace. Weeds are irregular and grow everywhere, bloom here and there and boast of sea green leaves. Similar to my Sign necklaces, all kinds of acrylic glass mixed with sparkling crystals and a coarse chain in between. Opposites combined to make a beautiful whole.
m2aAnd it is always a plus when you can make a beautiful necklace useful. By making a small attachment with two large hooks, you can fasten an access card (key card) to the necklace. I used to work in an office for many years where I had to have an access card on me to get around, and I hated having to wear a wide and unappealing strap around my neck holding my key card. For me, this is a perfect solution. The answer to a problem doesn’t always have to be complicated to work great.