Freyja

IMG_8250

***English version below***

Um daginn sagði ég ykkur frá ást minni á trékúlumenum og hvernig Valkyrjumenin litu dagsins ljós. Ég gat að sjáfsögðu ekki látið staðar numið þar, þar sem mér finnst allt of skemmtilegt að búa til nýjar samsetningar og blanda nýja liti.

Valkyrjurnar eru með stórum og áberandi kúlum svo mig langað að prufa að gera nýja týpu, sem væri bara með smágerðum kúlum og blanda einhverju öðru saman við en plexígleri. Hófst þá hugarleikfimi mikil, hugmyndir tóku að mótast almennilega í huganum en það endaði eins og svo oft áður… mig dreymdi menið.

Þetta var í raun mjög skemmtilegur draumur, ég var að fara á árshátíð með saumaklúbbspíunum mínum og mönnunum þeirra og einhvernveginn tókst okkur öllum (stelpunum þ.e.a.s.) að koma okkur fyrir á baðherberginu í húsinu okkar og höfðum nóg pláss. Ekki að ég sé að fara gera lítið úr baðherberginu en það verður alveg að segjast að það rúmar ekki 7 skvísur sem eru að gera sig tilbúnar fyrir árshátíð með góðu móti. Ekki veit ég heldur afhverju við vorum að fara saman á árshátíð þar sem við vinnum allar á sitthvorum vinnustaðum… En það er nú það frábæra við drauma – þar er allt hægt.

Við dúndrandi stemmningu Daft Punk (það er til frábær playlisti með þeim á youtube í alvörunni, ekki bara draumheimum) klæddum við okkur, máluðum okkar annars gullfallegu andlit og grínuðumst – jeminn, mig langar bara á árshátíð og þetta risa baðherbergi við að rifja þennan draum upp.10297607_828651387166900_7566489547871195060_n

En allavega, í þessum hreint út sagt frábæra draumi, var ég með þetta fallega hálsmen. Svart í grunninn, með svörtum swarovski steinum inn á milli og það sem setti punktinn algjörlega yfir i-ið voru gylltu hermatite steinarnir og trékúlurnar fyrir miðju mensins. Þegar ég vaknaði gat ég ekki beðið eftir því að komast í vinnuna og sjá hvort menið væri jafn fallegt í alvörunni og í draumheimum.

IMG_8247Til að gera langa sögu stutta (þar sem ég er svo agalega góð í því einmitt), þá er menið gullfallegt. Eins og vanalega get ég ekki hamið mig í litagleðinni og er því búin að útbúa margar týpur af þessum fallegu menum sem ég kýs að kalla Freyju, en Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Hún var valdamikil gyðja og mikið dýrkuð af konum, konungum og hetjum. Því fannst mér tilvalið að kalla þessi gullfallegu men þessu nafni, þar sem það eykur einungis á fegurð menanna.

***

IMG_8250The other day, I wrote about my passion for wooden bead necklaces and how my Valkyrie necklace came to be. But the story continues, I love making new arrangements and blending new colors too much to stop there.
The Valkyrie necklace is made with large beads that stand out, so I wanted to make a different version, with smaller beads and mix it up with something other than acrylic glass. Once again, my mind wandered, ideas started forming in my head… but the necklace I ended up with came to me in a dream.
It was a very pleasant dream, I was going to a work-party with my girlfriends and their spouses and all of us girls where getting ready in the bathroom and there was plenty of room. Not that I am belittling my bathroom, but to be honest, in real life, it would not fit 7 girls getting ready for a party. I have no idea why we were going to a work-party together, since none of us work at the same place… but that is the great thing about dreams, anything can happen.10297607_828651387166900_7566489547871195060_n
Ok, so while listening to Daft Punk (there is a great playlist you can find on Youtube, not just in your dreams), we got dressed, put on our makeup and goofed around – oh my, I would just love to go to a party and I would love to have that gigantic bathroom in my house, just thinking about that dream.
But anyway, in this wonderful dream, I had a beautiful necklace around my neck. It was black, with black Swarovski crystals, golden hematite stones and wooden beads in the center. When I woke up, I couldn’t wait to get to work and see if I could recreate this beautiful necklace that I saw in my dream.
IMG_8247To make a long story short (because I am really good at that, really), the necklace is gorgeous. As usual I can hardly constrain my love for colors and so I have made many, many different versions of this stunning necklace I chose to call Freyja. Freyja is the goddess of love and fertility in Norse Mythology. She was a powerful goddess and worshiped by women, kings and heroes alike. In my opinion the name enhances the uniqueness and beauty of the necklace.