***English version below***.

Þegar ég er spurð hvaðan ég fái innblástur stendur ekki lengi á svarinu, umhverfið og náttúran í kringum mig er svo stórfengleg að það er erfitt að verða ekki snortin. Ég get ekki lengur talið skiptin sem ég hef tekið andköf á morgnana við það eitt að líta út um gluggann og verða vitni að móður náttúru í essinu sínu, leika sér með himininn eins og málningastriga og búa til hin ýmsu form úr skýjum og birtu. Þegar þú verður vitni að slíkri fegurð, er ekki annað hægt en að hugurinn fari á flug.2015-08-21 21.54.28

Gott dæmi um hve mikil áhrif náttúran hefur á mig og verkin mín er að flest allir óróar sem ég hef útbúið er af fuglum eða dýrum.2015-09-04 19.15.52
Í raun má segja þetta um nærri allar vörurnar mínar, þær vörur sem eru ekki með dýrum vísa í gamalt handverk, prjón, hekl og sögu landsins. Fyrir utan nördavörurnar mínar, en það er önnur saga sem bíður betri tíma.

2016-01-17 10.01.10Eins hefur náttúran oft haft frekar óhentug áhrif á mig. Einn daginn er ég t.d. búin að ákveða að sauma klúta eða útbúa hálsmen, en vegna þess að himininn var svo flottur um morguninn varð ég að fara að blanda smá málningu og mála trékúlur – jafnvel þó þess þyrfti ekki í einhvern tíma, en einhvernveginn, ræð ég ekki við mig og set allt skipulag dagsins úr skorðum. Þeir sem þekkja mig vita að ég á við örlitla skipulagsfíkn að stríða og lengi vel hélt ég að ég væri vel römmuð innan „kassans“ en eftir því sem ég verð eldri og vitrari læri ég að kassinn er ansi sveigjanlegur, svona ef maður leyfir honum það. Breytir því ekki skipulagshliðin á mér væri alveg til í að stjórna því hvenær innblásturinn hellist yfir mig.2016-02-25 08.31.27

Ég á náttúrunni því margt að þakka og er þakklát fyrir umhverfið sem blasir við mér á hverjum degi hérna í Skagafirði. Hérna á Íslandi erum við reyndar svo heppin að við búum öll á fallegasta stað landsins, eða komum frá fallegasta stað landsins. Skiptir það ekki máli hvort hann sé á suður- eða norðurlandi, austur- eða vesturlandi, allir eiga fallegasta staðinn. Sem er frábært, en við verðum líka að muna að til að viðhalda þessari fegurð er mikilvægt að við hugsum vel um náttúruna, bera virðingu fyrir henni og lifa í sátt og samlyndi. Þannig getum við öll haldið áfram að eiga fallegasta staðinn og njóta alls þess sem það gefur okkur.

2015-12-15 10.25.10Með þetta í huga enda ég þessa færslu, með mynd af fallega húsinu mínu, í fallegasta firði landsins, umvafið norðurljósadýrð, sem snillingurinn Davíð Már tók, en hann hefur ótrúlegan hæfileika til að fanga fegurð augnabliksins á filmu.

ashildarholt

******

When asked where my inspiration comes from, I don’t hesitate. Nature is my inspiration. My home is enveloped in the most extraordinary landscape; it is hard to not be effected by it. Long ago, I lost count of the times I have woken up and looked out the window to see Mother Nature play with colors in the sky, treating it like her canvas and playing with the light and the clouds. The result is utterly breathtaking. When you witness such beauty, ideas and possibilities fill your mind.2016-02-28 08.21.27

A good example of nature’s inspiration in my work is most, if not all my ornaments are birds or other animals. Actually, this applies to most of my products, and the exceptions are inspired by old handcraft, knitting, crocheting and Icelandic heritage. All except my nerd/geek products, that is. But I will get to those later.

Sometimes nature does not comply with my plan for the day.For example, one day I have decided to sew scarves or make necklaces, but because the sky was particularly beautiful that morning, I just have to mix some paint and paint wooden beads – even though I have enough painted beads in my stock. 2016-01-15 11.08.20Sometimes I just can’t help it, I need to capture the color nature has shown me before it is gone, and my plan for the day has flown out the window. The people closest to me know that I suffer from a little bit of organization-addiction and for the longest time I thought I had a hard time going outside the box. But as I get older and wiser, I realize more and more that the box is remarkably flexible, at least if you allow it to be flexible.
But I would still like to be more in control of when inspiration hits me.2015-09-21 19.04.38

I owe nature a lot and I am extremely thankful for my surroundings and the landscape I see every day here in Skagafjörður. We Icelanders are actually so lucky that we all live in the most beautiful place in the country. It doesn’t matter if it is in the northern, southern, eastern or western part of the country; they are all so special and beautiful. We just have to keep in mind that we need to preserve this beauty and protect nature, respect it and live in harmony with it. That way we can all continue to live in the most beautiful place and enjoy all it has to give us.2015-09-04 18.51.08

With that in mind I conclude this entry, with a picture of my beautiful house, in the most beautiful fjord of Iceland, surrounded by the northern lights. My good friend and genius Davíð Már took this picture. He has a remarkable talent for capturing moments like these on film.ashildarholt