IMG_9113

***English version below***

Ég veit að það er ennþá október, en vegna fjölda fyrirspurna kynni ég jólavörurnar 2015 snemma fyrir ykkur í ár (Ég elska það hvað fólk er skipulagt og svo tekur það náttúrulega alltaf smá tíma að senda vörur erlendis).

 

Ég verð að viðurkenna að ég er svakalega spennt að kynna vörurnar fyrir ykkur, ég er svo agalega ánægð með þær!

IMG_9128Í IMG_9129fyrra komu jólastrákurinn og jólastelpan til leiks og eru þau einfaldlega svo sæt og æðisleg að þau verða áfram með í jólapartýinu í ár. Ásamt jólakattaþrenningunni (það er jú fátt jólalegra en hinn íslenski jólaköttur er það?) og litla krúttlega jólaskrautinu sem samanstendur af englum, jólaköttum og jólatrjám sem hentar fullkomlega á jólatréið, nú eða sem pakkaskraut, eða á eldhúsinnréttinguna, eða dúllulegur órói eða sem standandi skraut hér og þar, möguleikarnir eru í raun endalausir.bland

Þá er það trommuslátturinn og spenningurinn! Nýja og fína jólaskrautið í ár! Jólin eru hátið ljóssins, því lá það fyrir að ég myndi prófa mig áfram með kertastjaka. Engillinn sæti sem ég útbjó í fyrra vakti mér innblástur og ímyndaði ég mér verndarengil sem svífi um á skýi og færi með fallegar bænir fyrir okkur. Stjakinn varpar fram skemmtilegri birtu sem er hlýleg og falleg.

IMG_9122Einnig hef ég alltaf haft dálæti á jólakettinum. Líklega vegna þess að ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af honum, alltaf hef ég fengið nýja flík á jólunum (sokkar eru líka föt). Löngun um að gera jólaköttinn íbygginn með glóð í augum varð yfirráðandi og eftir margar klukkustundir á teikniborðinu fæddist nýr jólaköttur, sem er eiginlega flottari í eigin persónu en í hausnum á mér. Birtan af þessum stjaka er sérstaklega skemmtileg, þar sem þú ræður hvort þú snýr kertinu að þér og þá varpast kötturinn upp á vegginn eða þá að kötturinn snúi að þér og kemur þessi skemmtilega glóð í augunum fram, en það verður að viðurkennast að kötturinn er ansi vígalegur á velli.

IMG_9121

Að lokum vildi ég tryggja að allir fengu hvít jól, það er fátt fallegra en fönnin úti og sléttur jólasnjór yfir öllu. Því útbjó ég nýja óróa í formi snjókorna. Annars vegar eitt stórt sem er hægt að hengja út í glugga og svo önnur þrjú sem eru tilvalin til uppheningar hér og þar á heimilinu, hvort sem það er á jólatréinu eða á hillur, spegla eða veggi.IMG_9125

Þá er það upptalið… svo það er ekkert annað eftir en að óska ykkur gleðilegra jóla… eða… hérna… já, veistu, þau verða komin áður en við vitum af! 🙂

***

I know it’s still October, but due to popular demand I present to you the 2015 Christmas products. I love when people are organized in planning for Christmas plus shipping takes time, especially if it is abroad.

I have to admit, I am very excited to show you what I have made this Christmas, in my opinion I did good.

hjartastelpahjartastrakurLast Christmas I had the Yule boy and Yule girl, and because they are simply so cute I want to include them in this year’s Christmas party as well.
Same goes for the Yule cat trinity (not many things more Christmas-y than the Icelandic Yule cat, am I right?) IMG_9129and the small Christmas ornament collection, angels, cats and trees, perfect for decorating the Christmas tree, or decorating Christmas presents or decorating the kitchen or just hang them up as a mobile or use them to decorate shelves or tabletops, the possibilities are endless.

And now… drum roll please! The new Christmas products! Christmas is the celebration of light, or that is what we say in Iceland, so I thought it was very fitting to experiment with making candle holders. The cute angel I made last year inspired me. I imagined a guardian angel floating on a cloud, praying for us all. The candle holder casts a soft, wonderful light, perfect for when it is dark outside.IMG_9018

The Yule cat has always been a favorite of mine. Probably because I’ve never had to worry about him, I’ve always had new clothes for Christmas (new socks count, right?). In Icelandic folklore the Yule cat is a huge and vicious cat said to lurk about the snowy countryside during Christmas time and eat people who have not received any new clothes to wear before Christmas Eve. But in later times he has become a lot tamer. I doubt any child is afraid of him anymore, he has become more of a house pet for the giantess Grýla and her sons, the Yule lads.

I really wanted to make a Yule cat with a bit of mischief, a spark in his eye. After many hours at the drawing table, a new Yule cat was born and I think he is even more wonderful in real life than he was in my head. The light from this candle holder is especially beautiful, if you place it so the candle faces you the cat’s shadow is cast on the wall but if you place it so the cat faces you, his eyes light up. He certainly is majestic.

IMG_9017

And finally, I wish everyone a white Christmas, not many things are as beautiful as seeing the snow outside covering the earth and the trees like a blanket. I made a few snow flake ornaments. A big one, perfect for hanging in the window and three smaller ones you can hang around the house, maybe decorate the Christmas tree, shelves, mirrors or walls.

IMG_9030IMG_9031IMG_9029So, that’s all folks… now all that’s left is to wish you all a merry Christmas… just kidding… or not, Christmas will be here before we know it!