Loksins, loksins er þessi dagur runninn upp! Í dag mun vinnustofan mín opna fyrir gesti og gangandi í dag og verða léttar veitingar og kósý stemning milli klukkan 17-20 í dag. Auk þess verða allar vörur á 10% afslætti á staðnum.

Framvegis verður vinnustofan alltaf opin fyrir gesti og gangandi, hægt er að koma að skoða, versla, sérpanta eða einfaldlega bara spjalla. Ég verð á staðnum og til að einfalda málin verður alltaf posi á staðnum.

Þú getur droppað við eða hringt á undan þér í síma 854-4583/453-6709.

Hlakka til að sjá þig!