Í gær opnaði ég vinnustofuna mína fyrir gestum og gangandi og er styðst að segja frá því að ég er gjörsamlega orðlaus við þessum frábæru viðtökum. Ég bjóst aldrei við að fá svona marga í heimsókn, hvað þá að fá alla þessu hlýju og velvild beint í æð! Ég er því ennþá hálf klökk og meir eftir gærdaginn og get ekki annað sagt en að ég er full tilhlökkunar að vinnustofan er opin hér eftir.

Ég er við á vinnustofunni alla daga og ekkert mál að kíkja við. Einnig er hægt að hringja í símana mína, 854-4583 eða 453-6709 og mæla sér mót, ég er alltaf til í spjall eða hitting. Þar sem að vinnustofan er jú inn á heimilinu okkar þá er ég líka yfirleitt við eftir hefðbundinn vinnutíma ef sá tími hentar betur 🙂 Til að einfalda hlutina er ég með posa á staðnum.

Sem betur fer hafði frábæri maðurinn minn vit á því að smella af nokkrum myndum í gær, ég var svo upptekin að snúast í hringi að ég steingleymdi því en er mjög þakklát að eiga minningar frá þessum góða degi og deili ég þessum myndum því með ykkur í dag.20151106_182139 20151106_172548 20151106_172601 20151106_172743